
Arnaldur Sölvi Kristjánsson skipaður í fjármálastöðugleikanefnd

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.
Arnaldur Sölvi er lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Toulouse School of Economics og doktorsgráðu í hagfræði frá Háskólanum í Osló. Rannsóknir Arnaldar Sölva snúa að fjármálum hins opinbera. Hann starfaði áður m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands, norsku hagstofunni og á efnahagsskrifstofu í fjármálaráðuneyti Noregs í deild sem fylgdist m.a. með fjármálastöðugleika.