Sérrit nr. 16: Innlend, óháð smágreiðslulausn
Seðlabanki Íslands hefur birt umræðuskýrslu um innlenda, óháða smágreiðslulausn á vef bankans. Í ritinu er að finna umfjöllun um framkvæmd smágreiðslumiðlunar hér á landi, kostnað við smágreiðslumiðlun og stöðu og þróun á smágreiðslumarkaði.
Einnig er í ritinu sett fram mat og niðurstaða Seðlabanka Íslands um hvernig megi styrkja viðnámsþrótt greiðslumiðlunar með innlendri, óháðri smágreiðslulausn.
Ritinu er ætlað að styrkja umræðugrundvöll við hagaðila í stefnumótun um innlenda, óháða smágreiðslumiðlun og kalla eftir sjónarmiðum um efni þess og fyrirætlanir.
Fyrirspurnum skal beina á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is.
Ritið er aðgengilegt hér: Sérrit nr. 16: Umræðuskýrsla. Innlend, óháð smágreiðslulausn.
Til baka