Vettvangur – vefrit um efnahags- og fjármál hefur göngu sína
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýtt rit, Vettvang - Vefrit um efnahags- og fjármál. Þar eru birtar höfundarmerktar greinar. Í fyrsta ritinu er fjallað um nýlegar breytingar á reglum Seðlabankans um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Höfundar eru Arnór Sighvatsson, Lúðvík Elíasson, Margrét Valdimarsdóttir, Ragnar Árni Sigurðarson, Tómas Sigurðsson og Örn Hauksson.
Í Vettvangi eru birtar höfundarmerktar greinar eftir starfsfólk Seðlabankans sem eiga að höfða til breiðs lesendahóps. Markmið útgáfunnar er að miðla á aðgengilegan hátt þekkingu er varðar helstu málefnasvið Seðlabankans. Skoðanir sem fram koma í greinum sem birtast í Vettvangi eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki endilega afstöðu Seðlabanka Íslands.
Sjá hér: Vettvangur - Vefrit um efnahags- og fjármál. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
Til baka