Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands
Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lok
maí 1999 og til samanburðar í lok desember 1998 ásamt breytingum í mánuðinum og
frá áramótum.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 2,3 milljarða
króna í maí og nam í lok mánaðarins 31,9 milljörðum króna (jafnvirði 430
milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Frá ársbyrjun til loka maí
styrktist forðinn hins vegar um 2,2 milljarða króna.
Á
millibankamarkaði með gjaldeyri seldi Seðlabankinn 1,2 milljarða króna af
gjaldeyri í maí umfram það sem hann keypti. Gengi íslensku krónunnar, mælt með
vísitölu gengisskráningar, lækkaði um 0,4% í mánuðinum.
Heildareign
Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum nam 9,3 milljörðum króna í maílok miðað
við markaðsverð og lækkaði um 1,9 milljarða króna í mánuðinum. Breytingin fólst
nær öll í sölu ríkisvíxla bankans en í lok mánaðarins nam eign hans í
ríkisvíxlum 3,1 milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir
lækkuðu um 0,5 milljarða króna í maí og námu þær 11,6 milljörðum í lok
mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir lækkuðu einnig lítillega og voru
5,4 milljarðar króna í lok hans.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð og
ríkisstofnanir hækkuðu um 4,2 milljarða króna í mánuðinum og voru neikvæðar um
1,9 milljarða króna í lok maí.
Grunnfé bankans lækkaði um 0,7
milljarða króna í mánuðinum og nam 21,1 milljarði króna í lok
hans.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla
Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.
Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabankans
Nr. 34/1999
4. júní 1999