logo-for-printing

08. september 2000

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-júní 2000

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 33,5 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 22,6 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Hreint fjárinnstreymi mældist vera 25,1 milljarður króna á fyrri árshelmingi 2000 og skýrist af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Af undirliðum fjármagnsjafnaðar má nefna að fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa og beinna fjárfestinga nam 37,4 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði á sama tíma um 3,5 milljarða króna og nam 33,2 milljörðum króna í júnílok.

Viðskiptahallinn á öðrum ársfjórðungi 2000 nam 20,7 milljörðum króna samanborið við 14,5 milljarða króna halla á sama tímabili árið áður. Á fyrri árshelmingi jókst útflutningur vöru og þjónustu um 8% frá sama tíma í fyrra en innflutningur um 17,2%. Samtals var hallinn á vöru- og þjónustuviðskiptum 11,4 milljörðum króna meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Hallinn á þáttatekjum og rekstrarframlögum, nettó, var 8,9 milljarðar króna sem er litlu meiri halli en í fyrra. (Þáttatekjur eru laun, vextir og arðgreiðslur, en rekstrarframlög eru greiðslur til alþjóðastofnana og þróunaraðstoð, gjafir, styrkir, skattar o.fl.)

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 33,5 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 22,6 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Hreint fjárinnstreymi mældist vera 25,1 milljarður króna á fyrri árshelmingi 2000 og skýrist af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Af undirliðum fjármagnsjafnaðar má nefna að fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa og beinna fjárfestinga nam 37,4 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði á sama tíma um 3,5 milljarða króna og nam 33,2 milljörðum króna í júnílok.

Viðskiptahallinn á öðrum ársfjórðungi 2000 nam 20,7 milljörðum króna samanborið við 14,5 milljarða króna halla á sama tímabili árið áður. Á fyrri árshelmingi jókst útflutningur vöru og þjónustu um 8% frá sama tíma í fyrra en innflutningur um 17,2%. Samtals var hallinn á vöru- og þjónustuviðskiptum 11,4 milljörðum króna meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Hallinn á þáttatekjum og rekstrarframlögum, nettó, var 8,9 milljarðar króna sem er litlu meiri halli en í fyrra. (Þáttatekjur eru laun, vextir og arðgreiðslur, en rekstrarframlög eru greiðslur til alþjóðastofnana og þróunaraðstoð, gjafir, styrkir, skattar o.fl.)

Tafla yfir greiðslujöfnuð við útlönd í milljörðum króna

 

Erlendar skuldir þjóðarinnar voru um 353 milljarðar króna umfram erlendar eignir í lok júní sl. og hafði hrein skuldastaða versnað um 45 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er mun meira en nemur viðskiptahallanum á sama tíma. Þetta stafar af gengislækkun krónunnar og hækkun á gengi Bandaríkjadals sem vegur þyngra í skuldastöðunni en í gengisskráningarvog. Skekkjuliður greiðslujafnaðar var jákvæður á fyrri hluta ársins en hann hefur verið neikvæður á síðustu árum, sem bendir til tímamunar í mælingu erlendra viðskipta og fjárfestinga annars vegar og hins vegar greiðslustrauma til og frá landinu. Á meðfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans í síma 569-9600.

Tafla yfir greiðslujöfnuð við útlönd

Tafla yfir erlenda stöðu þjóðarbúsins

 

Nr. 21/2000
8. september 2000

 

Til baka