logo-for-printing

20. október 2000

Breyttar reglur um gjaldeyrismarkað

Að höfðu samráði við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði hefur Seðlabanki Íslands gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismarkaðinn og leysa þær af hólmi reglur sem settar voru 9. desember 1999. Í nýju reglunum felast tvær meginbreytingar frá fyrri reglum. Annars vegar var fellt niður ákvæði sem heimilaði aðilum á gjaldeyrismarkaði að koma sér saman um tímabundna stöðvun viðskipta við sérstakar aðstæður. Hins vegar var lágmarksfjárhæðin sem viðskiptavakar þurfa að gefa bindandi tilboð í hækkuð úr 1 milljón Bandaríkjadala í 1½ milljón. Markmiðið með þessari breytingu er að auka virkni og dýpt markaðarins. Jafnframt hafa viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði gert með sér samkomulag sem heimilar þeim að auka verðbil tilboða við sérstök skilyrði.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs í síma 569-9600.

Nr. 24/2000
20. október 2000

 

 

Til baka