logo-for-printing

05. júlí 2001

Endurskoðun á gengisskráningarvog krónunnar

Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2000. Slík endurskoðun fór síðast fram í júlí árið 2000. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá fyrri vog. Nýja vogin tekur gildi eftir gengisskráningu á morgun 6. júlí 2001 og verður notuð við útreikning gengisvísitölunnar þar til næsta endurskoðun fer fram um svipað leyti að ári.

Gengisskráningarvogin er endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Áhersla er lögð á að hér er aðeins um að ræða tæknilega breytingu á þeirri gengisvog sem notuð er við daglegan útreikning á gengi krónunnar og felur ekki í sér breytingu á stefnu Seðlabankans. Helstu breytingar frá fyrri vog eru að vægi Bandaríkjadals eykst um 1,7% og vægi norsku krónunnar lækkar um 1,5%. Aukið vægi Bandaríkjadals skýrist af auknu vægi hans í þjónustuviðskiptum svo og auknu vægi þjónustuviðskipta í utanríkisviðskiptum. Vægi Bandaríkjadals í gengisskráningarvog krónunnar hefur af þessum sökum aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Árið 1997 var það 22,4% en er í ár 27,0%. Minna vægi norsku krónunnar skýrist að stórum hluta af minni vöruinnflutningi frá Noregi. Þó drógust önnur viðskipti við Noreg einnig saman á árinu 2000.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson, deildarstjóri á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands, í síma 5699600.

 

Ný gengisskráningarvog (%)

 Byggt á viðskiptum árið 2000
     Útflutningsvog

26,13
 Innflutningsvog

27,86
 Vog Breyting frá fyrri vog 
 Lönd  Mynt
 Bandaríkin  USD  26,99  1,73
 Bretland  GBP  14,92  14,61  14,77  0,40
 Kanada  CAD  1,76  0,96  1,36  -0,07
 Danmörk  DKK  8,29  9,07  8,68  -0,21
 Noregur  NOK  5,94  6,21  6,08  -1,53
 Svíþjóð  SEK  2,49  6,40  4,44  0,37
 Sviss  CHF  2,40  0,90  1,65  -0,46
 Evrusvæði  EUR  33,78  29,54  31,66  0,23
 Japan  JPY  4,29  4,45  4,37  -0,47
           
 Norður- Ameríka    27,89  28,82      28,35  1,66
 Evrópa    67,82  66,73  67,28  -1,19
 Evrópusambandið    59,48  59,62  59,55  0,80
 Japan    4,29  4,45  4,37  -0,47
 Alls    100,00  100,00  100,00  0,00

 

 

Nr. 27/2001

5. júlí 2001

 

 

Til baka