28. september 2001
Erlent lán ríkissjóðs og inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði
Í júní sl. tilkynnti fjármálaráðuneyti ákvörðun ríkisstjórnar um að taka 25 milljarða króna erlent lán sem varið skyldi til þess að efla erlenda stöðu Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn hefur nú gengið frá þessari lántöku á hagstæðum kjörum.
Í morgun seldi Seðlabanki Íslands Bandaríkjadali fyrir krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði í því skyni að styrkja gengi krónunnar. Gripið var til þessa í ljósi lækkunar á gengi krónunnar að undanförnu.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar
Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 35/2001
28. september 2001