logo-for-printing

06. maí 2004

Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok apríl 2004

Í meðfylgjandi yfirliti er sýndur efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok apríl 2004 og til samanburðar í lok mars 2004 og í lok desember 2003.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði í apríl um 1 milljarð króna og nam 65,6 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 892 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).

Gjaldmiðlaskiptasamningur sem gerður var í janúar sl. kom á gjalddaga, og keypti Seðlabankinn Bandaríkjadali að andvirði 7,2 milljarða króna af viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði (sbr. frétt bankans nr. 4/2004 frá 5. febrúar sl.). Þá keypti Seðlabankinn gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 1,5 milljarða króna í apríl í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Frá áætluninni var m.a. greint í nóvemberhefti Peningamála 2003. Að öðru leyti skýrast breytingar á gjaldeyrisforðanum í apríl af lánahreyfingum ríkissjóðs.

Gengi íslenskrar krónu veiktist um 0,1% í apríl.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 5,4 milljarða króna í apríl og námu 36,8 milljörðum króna í lok mánaðarins.

Kröfur á aðrar fjármálastofnanir lækkuðu um 0,1 milljarð króna og námu 4,8 milljörðum króna í mánaðarlok. 

Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 3,2 milljörðum króna í apríllok miðað við markaðsverð. Lækkun á spariskírteinaeign skýrist af innlausn í apríl.

Nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana lækkuðu um 13,7 milljarða króna í apríl og námu 29,4 milljörðum króna í lok mánaðarins.

Grunnfé bankans hækkaði í apríl um 7,6 milljarða króna og nam 34 milljörðum króna í mánaðarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal 45kb)

Nr. 10/2004
6. maí 2004

Til baka