logo-for-printing

27. september 2004

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.  Einu breytingarnar að þessu sinni eru í II. kafla vaxtatilkynningarinnar þar sem vextir verðtryggðra lána lækka úr 5,4% í 4,2%. Ástæða þessarar miklu lækkunar má rekja til nýrra íbúðalána banka og sparisjóða sem allir bjóða 4,2% vísitölubundna langtímavexti. Aðrir þættir vaxtatilkynningarinnar breytast ekki frá fyrri mánuði.

Sjá nánar á sérstakri síðu fyrir tilkynningar um vexti

Til baka