07. september 2005
Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar lætur af störfum
Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Birgir Ísleifur Gunnarsson hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður sjötugur í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar.
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma 569-9600.
Nr. 25/2005
7. september 2005