Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál
Föstudaginn 14. október sl. birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skýrslu um íslensk efnahagsmál á heimsíðu sinni (www.imf.org). Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2005 Article IV Consultation) sem samin var eftir heimsókn sérfræðinga sjóðsins hingað til lands í júní sl. (sjá frétt Seðlabanka Íslands nr. 18/2005 frá 16. júní sl.). Skýrslunni fylgja fjórir viðaukar (Selected Issues Papers) sem fjalla um peningastefnureglur og verðbólgumarkmið, áhrif skattalækkana, skuldsetningu fyrirtækja og íbúðalánamarkaðinn.
Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur einnig verið birt fréttatilkynning um útgáfu skýrslunnar og umræðu sem fram fór um hana í framkvæmdastjórn sjóðsins 3. október sl.
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Guðnason, bankastjóri eða Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
31/2005
17. október 2005