logo-for-printing

02. nóvember 2006

Óbreyttir stýrivextir Seðlabanka Íslands

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýri­vöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 14%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.

Í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt er í útgáfu fyrsta heftis Peningamála 2007 hefur bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir. Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtu­dagurinn 21. desember 2006.

Nr. 39/2006

2. nóvember 2006

Til baka