logo-for-printing

29. nóvember 2006

Öryggisþættir seðla

Hér á vef Seðlabanka Íslands eru upplýsingar um öryggisþætti í þeim seðlum sem bankinn gefur út. Öryggisþættirnir auðvelda greiningu á seðlum og gera fölsun erfiðari. 

Á síðustu þremur árum hefur Seðlabankinn endurbætt 5.000, 1.000 og 500 króna seðlana og fjölgað öryggisþáttum, bæði sýnilegum og ósýnilegum sem greinast í sérstökum vélum. Helstu sýnilegu öryggisþættirnir eru málmþynna á 5.000 og 1.000 króna seðlunum, sérunninn pappír, öryggisþráður með litbrigðum, vatnsmerki, upphleypt prentun og lýsandi fletir sem koma í ljós undir útfjólubláu ljósi.

Sjá nánar

Til baka