Samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn - mikilvægt skref í rétta átt
Ríkisstjórn Íslands hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið.
Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika að nýju. Fyrir liggur samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verður borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar afgreiðslu eins fljótt og auðið er.
Ríkisstjórn Íslands telur það vera brýnasta verkefni líðandi stundar að koma á efnahagslegum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Sviptingar síðustu vikna hafa gert það að verkum að skilvirkni fjármálamarkaða hefur tímabundið skaddast þótt staða ríkissjóðs sé sterk. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir íslenska ríkið að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum forsætisráðuneytisins:
Sjá: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3107
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: