logo-for-printing

20. nóvember 2008

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir lánafyrirgreiðslu fyrir Ísland að fjárhæð USD 2,1 milljarður

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í gær lánafyrirgreiðslu til Íslands til tveggja ára að fjárhæð 1,4 ma. SDR (2,1 ma. Bandaríkjadala). Lánafyrirgreiðslan er veitt til að styðja aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að endurreisa traust og koma á stöðugleika í hagkerfinu.

Með samþykkt lánafyrirgreiðslunnar verða 560 milljónir SDR (827 m. Bandaríkjadala) til reiðu þegar í stað og afgangur fjárhæðarinnar verður greiddur út með átta jöfnum greiðslum að fjárhæð 105 m. SDR (155 m. Bandaríkjadala) á grundvelli ársfjórðungslegs samþykkis framkvæmdastjórnarinnar um framgang aðgerðaáætlunarinnar (e. review). Lánafyrirgreiðslan felur í sér sérstaka fyrirgreiðslu um aðgang að fjármunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nemur 1190 prósentum af kvóta Íslands hjá stofnuninni og var samþykkt á grundvelli sérstakrar hraðmeðferðar.

Sjá nánar heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

 http://www.imf.org/external/np/sec/pr/2008/pr08296.htm

Sjá ennfremur upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins:

Áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika

Sjá einnig á vef forsætisráðuneytis:

Tillaga til þingsályktunar um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Sjá að lokum frétt frá forsætisráðuneytinu um sama mál:

Frétt forsætisráðuneytis 20. nóvember 2008

Til baka