26. febrúar 2009
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í heimsókn
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er í heimsókn á Íslandi dagana frá 26. febrúar til 10. mars 2009.
Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Formaður sendinefndarinnar er Mark Flanagan.