19. mars 2009
Peningastefna
Samkvæmt lögum nr. 5/2009 um breytingar á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands eru ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum teknar af peningastefnunefnd. Stjórntæki bankans teljast í þessu sambandi vera vaxtaákvarðanir hans, viss viðskipti við lánastofnanir, ákvörðun bindiskyldu og viðskipti
á gjaldeyrismarkaði. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiðum bankans og vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahags- og peningamálum og fjármálastöðugleika.
Næsti fundur peningastefnunefndar er áformaður 19. mars 2009.
Sjá m.a. lög nr. 5/2009 um breytingar á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands
Sjá einnig: Lög nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands
Sjá nánar:
Útgáfuáætlun Seðlabanka Íslands