22. apríl 2009
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. maí 2009 breytast vextir frá síðustu vaxtaákvörðun sem tók gildi 1. apríl sl. Vextir eru því eftirfarandi: Óverðtryggð lán 18,0%, skaðabótakröfur 12,0% og verðtryggð lán 5,9%.Grunnur dráttarvaxta hefur lækkað um 1,5% frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun úr 17,0% í 15,5%. Dráttarvextir lækka því frá 1. maí 2009 um 1,5% verða 22,5% fyrir tímabilið 1. maí - 31. maí 2009.
Tilkynningin i heild (pdf-skjal)