logo-for-printing

21. ágúst 2009

Breytingar í tengslum við Icesave samningana munu styðja við sjálfbærni ríkisfjármála

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's telur að breytingar í tengslum við Icesave samningana munu styðja við sjálfbærni ríkisfjármála. Breytingarnar hafa fremur (e. mildly) jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Horfurnar um lánshæfiseinkunn eru áfram neikvæðar.

Að mati Moody's gætu fyrirhugaðir fyrirvarar á samkomulagi íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld, vegna greiðslna í tengslum við Icesave samkomulagið, haft fremur (e. mildly) jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs sem er Baa1 í erlendri mynt. Þrátt fyrir þetta eru nokkur atriði sem eru óleyst og horfur um lánshæfiseinkunn eru áfram neikvæðar. 

Fréttatilkynningu og skýrslu Moody's má nálgast hér.

 

Til baka