logo-for-printing

30. desember 2009

Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2009

Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2008. Endurskoðun fór síðast fram í desember 2008. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2010 til næstu endurskoðunar að ári.

Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Helstu breytingar frá fyrri vogum eru eftirfarandi.

Þröng vöruskiptavog (A) og þröng viðskiptavog (C):

  • Ástralskur dollar bætist við

Víð vöruskiptavog (B) og víð viðskiptavog (C):

  • Ástralskur dollar bætist við

  • Tyrknesk líra fellur út

Aðrar breytingar eru þær helstar að vægi Bandaríkjadals minnkar og vægi norsku krónunnar eykst nokkuð.

Töflur er sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum:

Vogir 2009, byggðar á gögnum 2008

Vogir 2009

Til baka