30. desember 2009
Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2009
Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2008. Endurskoðun fór síðast fram í desember 2008. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2010 til næstu endurskoðunar að ári.
Þröng vöruskiptavog (A) og þröng viðskiptavog (C):
-
Ástralskur dollar bætist við
Víð vöruskiptavog (B) og víð viðskiptavog (C):
-
Ástralskur dollar bætist við
-
Tyrknesk líra fellur út