logo-for-printing

06. apríl 2010

Styttur starfrækslutími stórgreiðslukerfis

Hinn 25. maí 2010 verður starfrækslutími stórgreiðslukerfis styttur og kerfinu verður lokað kl. 16:30 á viðskiptadögum. Fjármálastofnanir sem aðild eiga að kerfinu skulu, eftir 24. maí næstkomandi, loka fyrir stórgreiðslur frá viðskiptamönnum sínum eftir kl. 16:15 á viðskiptadögum. Við breytinguna flyst uppgjör jöfnunarkerfis fram og verður við lokun stórgreiðslukerfis kl. 16:30.

Eftir breytinguna hafa beinir aðilar að kerfinu tíma til kl. 16:45 á viðskiptadögum til að ganga frá innbyrðis greiðsluuppgjöri og til að eyða skuldastöðu í kerfinu (var áður til kl. 18:00).

Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel, undirbúa breytt fyrirkomulag og upplýsa viðskiptavini sína um breyttan lokunartíma.

Sérstök athygli er vakin á því að gildistaka breytingarinnar miðast við 25. maí 2010 í stað 1. maí eins og áformað var og fram kom í tilkynningu frá Seðlabankanum hinn 12. mars síðastliðinn. Tilkynning SÍ frá 12. mars

Sjá nánar: breytingu á 6. gr. reglna nr. 703/2009 og 6. gr. reglna nr. 704/2009. Frekari upplýsingar um breyttan opnunartíma má fá á fjármálasviði.

Reglurnar má sjá hér:

Reglur um breytingu á reglum um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands

Reglur um breytingu á reglum um starfsemi jöfnunarkerfa

 

Til baka