logo-for-printing

16. apríl 2010

Annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og lánafyrirgreiðsla að fjárhæð 160 milljónir Bandaríkjadala hefur verið samþykkt

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í dag aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Að ósk íslenskra stjórnvalda var einnig samþykkt að framlengja lánafyrirgreiðslu sjóðsins um þrjá mánuði, eða til loka ágúst 2011, og þær fimm endurskoðanir sem eftir eru verða aðlagaðar að þeirri breytingu. Þetta er gert vegna þeirra tafa sem hafa orðið á endurskoðun áætlunarinnar.

Þessi afgreiðsla framkvæmdastjórnar sjóðsins felur í sér að þriðji áfangi lánafyrirgreiðslunnar verður til reiðu. Fjárhæðin nemur 105 milljónum SDR, eða jafnvirði 160 milljóna Bandaríkjadala. Þetta er jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Heildarfjárhæð lánveitinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengslum við áætlunina til þessa nemur um 770 milljónum SDR eða 1.173 milljónum Bandaríkjadala.

Við samþykkt stjórnar AGS er einnig gert ráð fyrir lánafyrirgreiðslu frá Norðurlöndum og Póllandi.

Sjá nánar tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis í dag:
Tilkynning efnahags- og viðskiptaráðuneytis

Sjá hér viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda:
Viljalýsing íslenskra stjórnvalda.pdf

Sjá hér skýrslu AGS fyrir aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands:
Skýrsla - Önnur endurskoðun

Til baka