logo-for-printing

20. maí 2010

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 6/2010

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað um hálft prósentustig frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun og voru stýrivextir lækkaðir niður í 8,5% hinn 5. maí sl. er Seðlabankinn tilkynnti stýrivaxtaákvörðun sína.

Fyrir tímabilið 1. júní – 30. júní 2010 verða vextir eftirfarandi:

• Dráttarvextir lækka og verða 15,5 %.
• Vextir af óverðtryggðum lánum lækka og verða 8,25%
• Vextir af skaðabótakröfum lækka og verða 5,5%.

Vextir verðtryggðra lána haldast aftur á móti óbreyttir frá síðustu vaxtatilkynningu er gilti fyrir maí 2010 og verða áfram 4,8%.

Sjá nánar:

Tilkynning um dráttarvexti og fleira, nr. 6/2010.pdf

Til baka