logo-for-printing

22. júní 2010

Ríkissjóður leysir til sín skuldabréf í evrum og gjaldeyrisforðinn styrktur

Ríkissjóður hefur ákveðið að leysa til sín skuldabréf í evrum með gjalddaga 2011 og 2012. Alls námu kaupin 160 milljónum evra af fyrra bréfinu og 32 milljónum evra af síðara bréfinu, að nafnvirði.

Jafnframt hefur verið ákveðið að draga á tvíhliða lán sem samið var um við Danmörku, Finnland, Noreg, Pólland og Svíþjóð í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda. Heildarfjárhæðin nemur jafnvirði 639 milljóna evra og bætist sú fjárhæð við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi sem haldinn verður í Seðlabanka Íslands kl. 11 miðvikudaginn 23. júní 2010 í tilefni af vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.

Nr. 17/2010

22. júní 2010

Til baka