logo-for-printing

28. júní 2010

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands 14. til 28. júní 2010

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Mark Flanagan lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við íslensk stjórnvöld um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jafnframt var gerð regluleg úttekt á íslensku efnahagslífi fyrir árið 2010 samkvæmt grein IV í Stofnsáttmála sjóðsins og mun AGS gefa út skýrslu um úttektina (e. Article IV). Sendinefndin átti gagnlega fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, háskólasamfélaginu, fulltrúum einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins.

Sjá einnig frétt á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Statement by the IMF Mission to Iceland

 

Til baka