logo-for-printing

17. ágúst 2010

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns opið á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 21. ágúst 2010 verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00.

Í myntsafninu er íslensk mynt og seðlar og erlendur gjaldmiðill frá fyrri öldum. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um starfsemi Seðlabanka Íslands og skylda starfsemi. Kaffi á könnunni.

Aðgangur að safninu er um aðaldyr bankans frá Arnarhóli.

Dagskrá Menningarnætur er að finna á: www.menningarnott.is
Til baka