23. ágúst 2010
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 9/2010
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Grunnur dráttarvaxta lækkaði um eina prósentu við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 18. ágúst sl. Dráttarvextir lækka því að sama skapi um eina prósentu frá og með 1. september nk. og verða því 14,0% fyrir tímabilið 1. - 30. september 2010.
Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir haldast óbreyttir fyrir tímabilið 1. – 30. september 2010 og verða því áfram sem hér segir;
• Vextir óverðtryggðra lána 7,75%
• Vextir verðtryggðra lána 4,8%
• Vextir af skaðabótakröfum 5,2%.
Sjá tilkynninguna í heild sinni: