Reglur um gjaldeyrismál
Í samræmi við bráðabirgðaákvæði I laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, með síðari breytingum, og ákvæði 17. gr. reglna nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, hefur Seðlabanki Íslands lokið endurskoðun á gildandi reglum nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, sbr. auglýsingu nr. 843/2010, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 29. október 2010. Eins og fram kemur í auglýsingunni taldi Seðlabankinn ekki þörf á að breyta núgildandi reglum og veitti efnahags- og viðskiptaráðuneytið samþykki sitt fyrir því, með bréfi, dags. 27. október 2010.
Reglur nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, haldast því óbreyttar.
Reglur um gjaldeyrismál nr. 370, frá 29. apríl 2010
Nánari upplýsingar veitir Anna Dóra Helgadóttir, starfandi forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, í síma 569-9600.
Nr. 29/2010
1. nóvember 2010