Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 2/2011
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. mars 2011 verða vextir sem hér segir:
• Vextir á óverðtryggðum lánum lækka í 5,25% (voru 5,50%).
• Vextir á verðtryggðum lánum haldast óbreyttir og verða áfram 4,70%.
• Vextir af skaðabótakröfum lækka í 3,50% (voru 3,67%).
Grunnur dráttarvaxta (stýrivextir) hefur breyst frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem dagsett var hinn 18. janúar 2011, er stýrivextir Seðlabanka Íslands lækkaði um 0,25% niður í 4,25% hinn 2. febrúar sl.
Samkvæmt 6. gr. vaxtalaganna segir að auk þess að nota grunn dráttarvaxta sé fast sjö hundraðshlutaálag (7% vanefndaálag) notað við ákvörðun dráttarvaxta.
Í ljósi ofangreinds lækka dráttarvextir því og verða 11,25% fyrir tímabilið 1. - 31. mars 2011.
Sjá nánar: Tilkynning um dráttarvexti o.fl. 02/2011 (pdf)