logo-for-printing

29. febrúar 2012

Árleg skýrsla Fitch um Ísland

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf í dag út skýrslu um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Skýrslan kemur í kjölfar hækkunar matsfyrirtækisins á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar langtímaskuldbindingar hinn 17. febrúar. Með þeirri breytingu færðist einkunn ríkissjóðs í fjárfestingarflokk. Lánshæfiseinkunn Íslands er nú BBB- og BBB+ fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt og F3 fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. Horfur eru stöðugar.

Skýrsluna má nálgast hér: Skýrsla Fitch um Ísland 29. febrúar 2012
Til baka