logo-for-printing

23. mars 2012

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 3/2012

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hækkaði um 0,25 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 21. mars sl. Dráttarvextir hækka því að sama skapi um 0,25 prósentur frá og með 1. apríl nk. og verða 12,00% fyrir tímabilið 1. - 30. apríl 2012.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir eru aftur á móti óbreyttir og verða því áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 30. apríl 2012: 

   • Vextir óverðtryggðra útlána 5,40%
   • Vextir verðtryggðra útlána 3,75%
   • Vextir af skaðabótakröfum 3,60%

Tilkynning um dráttarvexti o.fl. 3/2012

Til baka