21. maí 2012
Málstofa um leitina að þjóðhagsvarúðarstjórn fyrir Svíþjóð
Þriðjudaginn 22. maí kl. 15 verður haldin málstofa í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Frummælandi er Lars Jonung, prófessor við Knut Wicksell stofnun fyrir fjármál sem er innan háskólans í Lundi. Jonung er jafnframt formaður sjálfstæðrar nefndar um ríkisfjármál í Svíþjóð, Finanspolitiska Rådet.Efni málstofunnar er: „Searching for a macroprudential regime. The case of Sweden.“ Á málstofunni mun Lars Jonung fara yfir stöðuna í hagfræðinni og í stefnumótun stjórnvalda varðandi fjármálastöðugleika í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann mun bæði fjalla um stöðu þessara mála í hinum vestræna heimi almennt en einnig sérstaklega um að stöðu mála í Svíþjóð.