01. júní 2012
Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2012
Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2012 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 43,1 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 46,7 ma.kr. fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 18,5 ma.kr. en 5,1 ma.kr. halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 56,5 ma.kr.
Halla á þáttatekjum má eins og áður að miklu leyti rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 34,4 ma.kr. og tekjur 4,1 ma.kr. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 26,2 ma.kr. og viðskiptajöfnuður óhagstæður um 12,7 ma.kr.
Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.729 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.896 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9.167 ma.kr. og lækka nettóskuldir um 40 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.897 ma.kr. og skuldir 3.681 ma.kr. og var hrein staða þá neikvæð um 784 ma.kr.
Sjá hér frétt nr. 21/2012 í heild með talnaefni:
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 43,1 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 46,7 ma.kr. fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 18,5 ma.kr. en 5,1 ma.kr. halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 56,5 ma.kr.
Halla á þáttatekjum má eins og áður að miklu leyti rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 34,4 ma.kr. og tekjur 4,1 ma.kr. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 26,2 ma.kr. og viðskiptajöfnuður óhagstæður um 12,7 ma.kr.
Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.729 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.896 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9.167 ma.kr. og lækka nettóskuldir um 40 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.897 ma.kr. og skuldir 3.681 ma.kr. og var hrein staða þá neikvæð um 784 ma.kr.
Sjá hér frétt nr. 21/2012 í heild með talnaefni:
Nánari upplýsingar veita Ríkarður Bergstað Ríkarðsson og Pétur Örn Sigurðsson á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands í síma 569-9600