19. júní 2012
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 6/2012
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Grunnur dráttarvaxta hækkaði um 0,25% við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands hinn 13. júní sl. Þar að leiðandi hækka dráttarvextir að sama skapi um 0,25% og verða 12,75% frá og með 1. júlí 2012.
Vextir af peningakröfum fyrir tímabilið 1. – 31. júlí 2012 verða sem hér segir:
• Vextir óverðtryggðra útlána hækka í 6,15% - (voru 5,65%)
• Vextir verðtryggðra útlána haldast óbreyttir 3,75%
• Vextir af skaðabótakröfum hækka í 4,10% - (voru 3,77%)
Sjá nánar: Tilkynning um dráttarvexti o.fl. nr. 6/2012