30. júlí 2012
Seðlabankinn eykur regluleg gjaldeyriskaup
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að auka regluleg gjaldeyriskaup bankans af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði, um ótiltekinn tíma frá og með 31. júlí 2012. Frá septembermánuði árið 2010 hefur bankinn keypt vikulega hálfa milljón evra af hverjum viðskiptavaka á millibankamarkaði með gjaldeyri. Kaupin hafa farið fram á þriðjudögum. Frá og með morgundeginum mun bankinn kaupa 1 milljón evra vikulega af hverjum viðskiptavaka. Aukið innflæði og styrking krónunnar gefa svigrúm til þess að auka nokkuð kaup Seðlabankans. Telur bankinn æskilegt að gjaldeyriskaupin standi undir vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda ríkissjóðs og að hlutfall óskuldsetts gjaldeyrisforða hækki til lengri tíma litið.
Nr. 29/2012
30. júlí 2012