28. september 2012
Heimsókn AGS
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Dariu Zhakarovu lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að fjalla um íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda.
Heimsókn sendinefndarinnar að þessu sinni tengist eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.
Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, háskólasamfélaginu, fulltrúum einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins.
Álit sendinefndarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöðum af viðræðum síðustu vikna, er meðfylgjandi.
Statement by an IMF Mission to Iceland (28. september 2012)