Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2012
Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2011. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2012. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2013 til næstu endurskoðunar að ári.
Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Helstu breytingar frá fyrri vogum eru eftirfarandi.
Þröng vöruskiptavog (A) og þröng viðskiptavog (C):
- Nígerísk næra bætist við.
- Ástralskur dalur fellur út.
Víð vöruskiptavog (B) og víð viðskiptavog (D):
- Indversk rúpía bætist við.
- Súrinamskur dalur fellur út.
- Jamaískur dalur fellur út.
Aðrar breytingar eru þær helstar í vöruviðskiptavogunum að vægi evrunnar, brasilíska ríalsins, dönsku og sænsku krónunnar og breska pundsins hefur minnkað þónokkuð, sérstaklega vægi evrunnar en vægi norsku krónunnar, rússnesku rúblunnar og Bandaríkjadals eykst nokkuð. Í viðskiptavogunum eru sömu helstu breytingar og í vöruviðskiptavogunum en þar að auki dregur úr vægi breska pundsins nokkuð þar sem vægi breska pundsins í þjónustuvoginni dregst nokkuð saman.
Töflur er sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum: