logo-for-printing

29. janúar 2013

Álit Moody's: Ákvörðun EFTA-dómstólsins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s birti mat sitt á niðurstöðu EFTA-dómstólsins í dag. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

Ákvörðun EFTA-dómstólsins í Icesave-deilunni er hagstæðasta mögulega niðurstaða fyrir Ísland, þar sem hún eyðir mikilli laga- og fjárhagslegri óvissu fyrir stjórnvöld. Samkomulag sem gert hafði verið við bresk og hollensk stjórnvöld hefði leitt til verulegra útgjalda fyrir Ríkissjóð Íslands. Samkomulaginu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl 2011 og það leiddi til dómsmáls ESA. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlaði að mögulegur kostnaður hefði orðið á bilinu 6-9% af VLF í flestum tilfellum og 20% í versta falli. 

Hér má nálgast álitið í heild sinni: Álit Moody's, janúar 2013 
Til baka