07. febrúar 2013
Lækkun lágmarksfjárhæða í gjaldeyrisútboðum
Í ljósi reynslu af framkvæmd gjaldeyrisútboða Seðlabankans og með tilliti til opinberrar umræðu að undanförnu um lágmarksfjárhæðir í útboðunum hefur verið ákveðið að lækka fjárhæðirnar í næstu útboðum sem fram munu fara 19. mars næst komandi.
Þannig mun lágmarksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar verða lækkuð um helming eða úr EUR 50.000 í EUR 25.000. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í ríkisverðbréfaleiðinni verður lækkuð um 9/10 eða úr EUR 100.000 í EUR 10.000.
Þessi breyting mun gefa fleiri fjárfestum tækifæri til að nýta sér útboðsleiðirnar.