logo-for-printing

05. mars 2013

Árleg skýrsla Fitch um Ísland

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur birt skýrslu um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Skýrslan kemur í kjölfarið á hækkun á lánshæfi ríkissjóðs hinn 14. febrúar sl.

Lánshæfiseinkunn Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt er nú BBB og BBB+ fyrir skuldbindingar í innlendri mynt, og F3 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Lánshæfismat fyrir landsþak (e.country ceiling) var einnig hækkað í BBB. Horfur eru stöðugar.

Skýrsluna má nálgast hér: Skýrsla Fitch Rating um Ísland.pdf

Til baka