02. september 2013
Seðlabanki Íslands þáttakandi í málþingi um efnahagsmál í Krynica, Póllandi
Seðlabanki Íslands mun taka þátt í efnahagsmálaráðstefnu skipulagðri af Fræðastofnun Austur-Evrópu (e. Foundation Institute for Eastern Studies) sem fram fer í Krynica, Póllandi, 3.-5. september 2013.Seðlabankinn hefur tekið að sér að stjórna pallborðsumræðum um hvort sé betra fyrir hagkerfið – evra eða þjóðargjaldmiðill. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, stýrir umræðunum en meðal þátttakenda eru m.a. Seppo Honkapohja meðlimur bankastjórnar Seðlabanka Finnlands, Per Callesen aðstoðarseðlabankastjóri danska seðlabankans og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands ásamt átta öðrum hagfræðingum, embættismönnum og stjórnmálamönnum frá ýmsum löndum Evrópu.
Tengil á vef ráðstefnunnar má finna HÉR