11. október 2013
Matsfyrirtækið Fitch staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn
Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag óbreyttar lánshæfiseinkunnir fyrir ríkissjóð. Lánshæfieinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er BBB og fyrir innlendar skuldbindingar BBB+. Lánshæfiseinkunninn F3 fyrir erlendar skammtímaskuldbindingar er einnig staðfest ásamt landseinkuninni (e. Country ceiling ratings) BBB. Horfurnar eru áfram stöðugar.Sjá nánari upplýsingar í frétt Fitch: Frétt Fitch 11. október 2013 (pdf)