logo-for-printing

31. október 2013

Myndbandsefni vegna útgáfu á tíu þúsund króna seðli

Mynd af tíu þúsund króna seðli

Myndbandsefni vegna útgáfu nýs tíu þúsund króna seðils er nú aðgengilegt hér á vef Seðlabanka Íslands.

Myndband um 10.000 króna seðil á leið í umferð
Hér er lýst því ferli sem á sér stað þegar tíu þúsund króna seðlar fara í umferð frá Seðlabankanum til þeirra fjármálastofnana sem anna eftirspurn eftir seðlum frá almenningi. Jafnframt er tíu þúsund króna seðlinum lýst. Þulur er Hrafnhildur Ýr Bernharðsdóttir.

Viðtal við Guðmund Kr. Tómasson framkvæmdastjóra greiðslumiðlunar Seðlabanka Íslands í tilefni af nýjum 10.000 króna seðli
Hér er fjallað um ástæður þess að verið er að setja nýjan tíu þúsund króna seðil í umferð, öryggisatriði seðla og seðlanotkun hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Spyrjandi er Helena Pálsdóttir.

Til baka