Vefútsending frá fundi efnahags- og viðskiptanefndar um störf peningastefnunefndar
Í dag klukkan 9:30 hófst fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um störf peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Vefútsending er frá fundinum af vef Alþingis - sjá hér
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og peningastefnunefndarmaður og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður mæta á fundinn.
Lög um Seðlabanka Íslands leggja bankanum á herðar þá skyldu að gera opinberlega grein fyrir stefnu sinni í peningamálum og fyrir þróun peningamála, gengis- og gjaldeyrismála og aðgerðum sínum á þeim sviðum. Þetta er liður í því að sýna gagnsæi og að Seðlabankinn standi reikningsskil gerða sinna. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skal tvisvar á ári gefa Alþingi skýrslu um störf sín og ræða skal efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
Efni fundarins varðar störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
Upplýsingar um störf peningastefnunefndar er að finna hér.
Viðbót eftir að fundi lauk: Útsendinguna er hægt að skoða hér (fyrst heyrist aðeins hljóð en mynd kemur í ljós síðar).