logo-for-printing

04. desember 2013

Hrein eign lífeyrissjóða nam ríflega 2600 milljörðum króna í lok október

Yfirlit yfir eignir lífeyrissjóða í lok október 2013

Seðlabanki Íslands hefur birt yfirlit yfir eignir lífeyrissjóða í lok október. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam þá 2.622,6 ma.kr. Hún hækkaði um 37,9 ma.kr. eða 1,5% á milli mánaða. Þar af nam hrein eign samtryggingadeilda 2.363,4 ma.kr., hækkaði um rúmlega 36 ma.kr., og eign séreignadeilda 259,3 ma.kr. en hún hækkaði um 1,8 ma.kr.

Innlend verðbréfaeign nam 1.874,5 ma.kr. og hækkaði um 14,4 ma.kr. í lok október sem má rekja til hækkunar innlendra hlutabréfa sem hækkuðu um 17,3 ma.kr. Erlend verðbréfaeign nam 602,5 ma.kr. og hækkaði um 16,5 ma.kr. sem stafar aðallega af hækkun erlendra hlutabréfasjóða sem hækkuðu um 10,6 ma.kr.

Sjá nánar hér: Lífeyrissjóðir.

Til baka