Breyting á reglum um gjaldeyrisjöfnuð
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í reglum nr. 1171/2012 um breytingu á reglum um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja nr. 950/2010 rennur heimild Seðlabanka Íslands til að veita undanþágur frá reglum um gjaldeyrisjöfnuð út 1. janúar 2014 næstkomandi. Af því tilefni voru í dag, 20. desember 2013, gefnar út og birtar reglur nr. 1138/2013 um breytingu á reglum nr. 950/2010 um gjaldeyrisjöfnuð.
Þar kemur eftirfarandi fram:
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í kjölfar falls íslenska bankakerfisins haustið 2008, getur Seðlabanki Íslands veitt fjármálafyrirtækjum tímabundna heimild til að hafa sérstakan jákvæðan eða neikvæðan gjaldeyrisjöfnuð, sé þess brýn þörf. Slík tímabundin heimild skal að hámarki gilda til þriggja mánaða í senn. Fjármálafyrirtæki skal tilgreina ástæðu þess að það uppfylli ekki ákvæði reglna þessara og leggja til grundvallar umsókn sinni tímasetta áætlun um hvernig það hyggst ná gjaldeyrisjöfnuði sem uppfyllir skilyrði reglnanna, þ.m.t. greinargóða lýsingu á því til hvaða aðgerða það hyggst grípa.
Bráðabirgðaákvæði þetta fellur úr gildi þann 1. janúar 2015 sem og allar undanþágur sem veittar hafa verið samkvæmt því.
Sjá reglurnar í heild sinni hér:
Reglur um gjaldeyrisjöfnuð nr. 950 6. desember 2010