06. febrúar 2015
Heimsókn nemenda í Háskólanum á Akureyri
Hópur nemenda í Háskólanum á Akureyri heimsótti Seðlabanka Íslands í morgun og kynnti sér starfsemi bankans. Þau fræddust meðal annars um peningastefnuna og um ýmislegt sem varðar starfsmannamál í bankanum.
Þá skoðaði hópurinn Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafns, en það verður einmitt opið almenningi í kvöld frá klukkan 19:00 til 24.00 á Safnanótt í Reykjavík.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum við þetta tækifæri en með hópnum á myndinni er Birna Kristín Jónsdóttir, fræðslustjóri í Seðlabankanum, sem kynnti nemendunum starfsmannamál í bankanum. Myndina tók Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabankanum, sem kynnti nemendum hlutverk og helstu starfsemi bankans.