26. febrúar 2015
Erindi Sigríðar Benediktsdóttur: Fjármálastöðugleiki og fjármagnshöft
Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands hélt í dag erindi á hádegisfundi í Iðnó í Reykjavík. Erindið ber heitið Fjármálastöðugleiki og fjármagnshöft.
Fundurinn var haldinn af fjórum stjórnmálaflokkum á Alþingi, þ.e. Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Fundarefnið var losun fjármagnshafta.
Við flutning erindisins studdist Sigríður við texta og skýringarmyndir í meðfylgjandi skjali:
Fjármálastöðugleiki og fjármagnshöft. Erindi Sigríðar Benediktsdóttur í Iðnó 26. febrúar 2015