12. mars 2015
Erindi Lúðvíks Elíassonar á fjármálalæsisdögum
Lúðvík Elíasson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi um virði peninga, verðlag og verðtryggingu á popup-ráðstefnu (örráðstefnu) um fjármálalæsi í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í gær.
Fjöldi einstaklinga flutti stutt erindi við þetta tækifæri, meðal annars Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Við flutning erindis síns studdist Lúðvík við efni í meðfylgjandi skjali: Lúðvík Elíasson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands: Virði peninga, verðlag og verðtrygging.pdf